Færsluflokkur: Tölvur og tækni
20.1.2010 | 20:36
alli.r@kaupthing.is
Ég skil ekki af hverju tölvupóstforrit eru ekki með þeim fítusi að geta gert CANCEL, ef maður gerir mistök í póstsendingum! Ég fékk póst í dag sem ég átti ekki að fá og gat alveg fundið hnútinn í maganum á þeim sem sendi póstinn. Um voru að ræða "viðkvæmar trúnaðarupplýsingar". Las ekki póstinn - enda stóð "Sæl xxxxx" svo ég sá strax að þetta var ekki til mín. En það voru miklu fleiri sem fengu póstinn og örugglega einhverjir opnað.
Ég er oft að hugsa um þetta í vinnunni, er farin að sýna ýtrustu varkárni áður en ég ýti á send. Bíð líka yfirleitt í 10 mínútur með að svara tölvupóstum sem mann langar að svara strax í einhverjum æsingi... Maður veit aldrei hvort póstur sem maður sendir er áframsendur eitthvert annað, hvort einhver sýnir hann, hvort hann lendir hjá röngum aðilum eða maður einfaldlega sendir á allir í staðinn fyrir alli.r.
Ég vil fá þennan fítus. Í þessu tilfelli í dag uppgötvaðist þetta nánast um leið og þá hefði viðkomandi getað "cancelað" póstinum og pósturinn horfið úr pósthólfum þeirra sem ekki áttu að fá hann. Þetta var víst til í einhverju póstforriti fyrir nokkrum árum en ekki lengur - held ég.
V
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)