5.1.2010 | 23:44
Meira hvað þetta lýðræði er mikið vesen
Ég er ekki viss um að ég treysti mér til að kjósa í næstu alþingiskosningum. Það er svo gríðarlega mikil og tímafrek vinna að fara í gegnum allar þær upplýsingar sem þarf að fara í gegnum til að geta tekið upplýsta og vel rökstudda ákvörðun. Það þarf að fara vel og vandlega yfir stefnuskrá nokkurra stjórnmálaflokka. Gefum okkur að þeir séu sex. Það þýðir 120 frambjóðendur sem maður þarf að vega og meta. Hvernig munu þeir bregðast við hinum ýmsu málum sem kunna að koma upp, ætli þeir séu trúverðugir? Maður þarf að sjálfsögðu að googla þá og kíkja á Íslendingabók, krosseignatengsl og svo framvegis, til að geta tekið afstöðu hvort þeim sé treystandi. Menntun og fyrri störf skipta að sjálfsögðu máli og svo félagsstörf og fjölskyldustaða.
Ég er að spá í að taka mér frí frá vinnu í mánuð fyrir næstu kosningar til að geta tekið upplýsta afstöðu, þetta er svo mikil vinna. Geta mennirnir ekki bara ákveðið þetta sjálfir svo þjóðin þurfi ekki að standa í svona helvítis brasi?
over and out
Mia
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.