8.1.2010 | 23:19
Afmæli
Á morgun koma nokkrir átta ára grísir í níu ára afmæli frumburðarins. Hún hefur sterkar skoðanir á veislunni sinni eins og flestu öðru - það skal vera afmæliskaka sem lítur út eins og píanónótur, það skal vera rice crispies kökur, ávextir og pizza og svo er alltof barnalegt að vera með einhverja plastdiska. Planið er að fara í heimatilbúið Alias í léttari kantinum, borða á sig gat og leika sér svolítið.
Fyrir afmælið þurfti að taka herbergið hennar í gegn og breyta uppröðun á húsgögnunum. Já, það stendur sko mikið til!
Húsbóndinn fór í dag á útsölur og náði að kaupa tvennar Levi´s gallabuxur á 10 mínútum! Þær voru á 50% afslætti svo hann gerði góð kaup. Ég væri til í að geta skroppið á útsölur í 10 mínútur og komið heim með svona góðan feng!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.