Úthreinsun og veikindi

Kannski ekki eins hræðilegt og það hljómar. Húsbóndinn á heimilinu er aldeilis uppátækjasamur þessa dagana. Hann tók upp á því á þriðjudaginn að hætta að borða allt nema grænmeti og ávexti. Ætlunin var að "fasta" í alls þrjár vikur, grænmeti og ávextir í eina viku, vatn í eina og svo aftur grænmeti og ávexti til að borða sig upp aftur. Eftir þrjá daga af því góða ákvað hann að breyta aðeins um stefnu og keypti safakúr í Heilsuhúsinu.

Við erum að tala um manninn sem fær sér iðulega egg og beikon í morgunverð á sunnudögum. Ég hafði litla trú á honum og taldi víst að hann héldi aðeins út í sex klukkustundir. Dóttirin bætti um betur og sagði að hann gæti þetta í einn dag. Hann hefur með þessu sýnt þvílíka staðfestu og dugnað, ætli hann eigi ekki skilinn tvöfaldan beikonskammt um næstu helgi. 

Þessi safar eru náttúrulega bara viðbjóður og það sem verra er, maðurinn keypti einn skammt handa mér líka. Veit ekki hvað í andskotanum ég er búin að láta plata mig út í. 

Og sonurinn orðinn veikur!

over and out!

V


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlaði hann í alvöru að drekka eingöngu vatn í viku?? Er maðurinn búinn að missa vitið     Gangi ykkur vel á safakúrnum.

Anna Rósa (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:48

2 Smámynd: Frank og Mia

Þessi safakúr er VIÐBJÓÐUR. Ætla ekki að drekka þetta, ekki þótt ég fengi borgað fyrir það!

Frank og Mia, 16.1.2010 kl. 16:47

3 identicon

Er þetta Wellness weekend frá Biotta? ekki segja mér það.. ég keypti slíkan kokteil í fyrra og ætla að taka það núna hvað úr hverju..

Fanney Dóra (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 19:48

4 Smámynd: Frank og Mia

ojjj Fanney þetta er VIÐBJÓÐUR. við eigum auka tómatsafa og sellerí/kartöflusafa ef þú getur ekki hætt eftir þrjá daga...

Frank og Mia, 20.1.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband