Það er kominn föstudagur og það er vel

Dagarnir þjóta hjá á ógnarhraða. Janúar sem átti að vera ó svo kósí með rólegheitastundum og afslappelsi, hefur liðið hjá í annríki og asa. Próftíðin er oft notaleg, ég er yfirleitt með fá próf og get tekið mér góðan tíma í undirbúning vorannar. Sem veitir nú ekki af því vorönnin hjá mér er yfirleitt mun erfiðari en haustönnin og pensúmin á komandi önn eru fjögur. Námskrárvinnan hefur tekið yfir allar auðar stundir á vinnutíma og líka oft á kvöldin. Á mánudaginn byrjar ný önn og valáfanginn minn spennandi, sem ég ætlaði að gera ógeðslega flottann og skemmtilegan, er bara rétt að byrja að mótast. Áfangalýsingin er svosem að verða klár en enn á ég eftir að undirbúa og lesa svo ógnarmikið.

Kennarar geta verið paranaujaðir og ég er búin að vera að leita að glósum í faginu sem ég er að fara að kenna. Oft er það þannig að nemendur fylgjast ekkert með þegar kennarinn er með innlögn því þeir hafa nælt sér í ítarlega glósupakka einhversstaðar á netinu. Fann nú ekki glósupakka fyrir afbrotafræðina en fann þessa síðu: http://www.cheater.com/ 

Ja hjarna hjar segi ég nú bara.

Kuldaboli er mættur á ný, fór á hundasvæðið í gær með Týruljúflinginn og skalf úr kulda í norðangarranum. Datt svo næstum því á hausinn í dag, svona tíu sinnum. Fór í klippingu og kom nánast grátandi út, var svo hræðilega óánægð. Ég lít út eins og fimm ára karlmaður með koppaklippingu. Æðislegt. Þori varla að láta sjá mig utanhúss. 

En stígvélin sem ég keypti í gær bæta þetta allt saman upp og svo er planið að blóta þorra á laugardaginn. Tók smá upphitun í gærkvöldi og fór út með nokkrum útvöldum vinnufélögum. Mojito stendur alltaf fyrir sínu en djöfulli er hægt að rukka mikið fyrir einn nánast áfengislausan drykk!

Ding Dong Dei!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fimm ára karlmaður? Hvað er það?

ég sjálf (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 21:20

2 identicon

Jæja, fullt af nýjum færslum bara.......

Friðrik (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 12:42

3 identicon

Nýr mánuður, ný bloggfærsla jafnvel?

Fanney Dóra (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband