Nýr mánuður og ný færsla

Sit uppi í rúmi, á gistiheimilinu Alba í Eskihlíðinni. Stakk af til Reykjavíkur í gær ásamt nemendum og tveimur samkennurum. Yndislegt að göslast í rútu í rúma fimm tíma, með langþráðu pylsustoppi í Staðarskála

Framundan er mjög svo spennandi árshátíð saumaklúbbsins. Hún verður haldin á Grettisgötunni á laugardagskvöldið og þemað er pallíettu-glitter. Ég ráfaði um Kringluna í dag og leitaði að pallíettusíðkjól á viðráðanlegu verði en fann barasta engann. En sé að það er um auðugan garð að gresja því það eru pallíettuföt allsstaðar. Mátaði þennan gasalega fína jakka sem var varla úr neinu öðru en pallíettum, gasalega lekkert. 

Ég fæ grænar bólur þegar minnst er á  svona þemapartý þar sem maður þarf að dressa sig upp sem eitthvað faboulous kvendi eða glamour eða eitthvað í þeim dúr. Er þema-félagsskítur. En ætla að reyna að taka þetta þema í bakaríið og finna mér síðkjól. Helst með 100 mismunandi litum pallíettum. Kannski er hægt að fá pallíettuskó líka? Og húfu?

Leit líka við í Seðlabankanum í morgun. Það var mjög hressandi. Merkilegt hvað Reykvíkingum finnst merkilegt að hitta Akureyringa, það er alltaf komið fram við okkur eins og við séum sérþjóðflokkur eða sýningardýr!

ding dong dei


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ég fagna þessari færslu. Styð það heilshugar að þú fjárfestir í glimrandi pallíettukjól og hárbandi í stíl, held að skórnir væru túmöts.

Fanney Dóra (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband